Tvær sprengingar urðu við Shevtsjenkivskí-dómhúsið í Kænugarði í gær. Fyrri sprengingin varð um kl. 15:20 að íslenskum tíma. Ihor Klímenkó, innanríkisráðherra Úkraínu, sagði að svo virtist sem Íhor Húmeníúk, sem var handtekinn árið 2015 fyrir að…

Tvær sprengingar urðu við Shevtsjenkivskí-dómhúsið í Kænugarði í gær. Fyrri sprengingin varð um kl. 15:20 að íslenskum tíma. Ihor Klímenkó, innanríkisráðherra Úkraínu, sagði að svo virtist sem Íhor Húmeníúk, sem var handtekinn árið 2015 fyrir að reyna hryðjuverk við úkraínska þingið, hefði valdið sprengingunni, en réttarhöld yfir honum áttu að hefjast í gær.

Aðgerðasveit lögreglunnar í Kænugarði hélt þegar til dómhússins og um tveimur tímum síðar heyrðist önnur sprenging. Hermdu fjölmiðlar í Úkraínu að Húmeníuk hefði sprengt sjálfan sig í loft upp og særðust tveir sérsveitarmenn í sprengingunni.