Eldgos Ferðamenn eru teknir að streyma að Fagradalsfjalli þar sem jörð skelfur og búist er við eldgosi á næstunni. Búist er við miklum fjölda fólks.
Eldgos Ferðamenn eru teknir að streyma að Fagradalsfjalli þar sem jörð skelfur og búist er við eldgosi á næstunni. Búist er við miklum fjölda fólks. — Morgunblaðið/Kristófer
Vegna yfirvofandi hættu á að eldgos hefjist á Reykjanesskaga hefur björgunvarsveitin Skyggnir í Vogum minnt íbúa bæjarins á borða sem er ætlað að gefa til kynna hvort hús hafi verið rýmd komi til hættuástands þannig að ekki þurfi að leita að fólki í húsum sem standa auð

Vegna yfirvofandi hættu á að eldgos hefjist á Reykjanesskaga hefur björgunvarsveitin Skyggnir í Vogum minnt íbúa bæjarins á borða sem er ætlað að gefa til kynna hvort hús hafi verið rýmd komi til hættuástands þannig að ekki þurfi að leita að fólki í húsum sem standa auð. Hvítur borði þýðir að hús hafi ekki verið rýmt og fólk þurfi aðstoð við rýmingu. Rauður borði þýðir að hús hafi verið yfirgefið.

Kristinn Björgvinsson, formaður björgunarsveitarinnar Skyggnis, segir að fólk á svæðinu hafi ekki miklar áhyggjur af mögulegu gosi og mikilvægt sé að halda ró sinni. „Það er betra að vera við öllu búinn.“ Ferðamenn eru teknir að streyma á jarðskjálftasvæðið. „Mesta vinnan hjá björgunarsveitunum er við að passa að fólk fari sér ekki að voða. „Við erum í startholunum ef það verður at.“