Tónskáld Tryggvi Þór Pétursson.
Tónskáld Tryggvi Þór Pétursson.
Tónskáldið og gítarleikarinn Tryggvi Þór Pétursson fagnar útgáfu plötunnar OTL með tónleikum í Iðnó í kvöld, fimmtudag, kl. 20. „Tryggvi útskrifaðist úr tónsmíðum við Listaháskóla Íslands árið 2022 og gaf út sína fyrstu plötu OTL í desember…

Tónskáldið og gítarleikarinn Tryggvi Þór Pétursson fagnar útgáfu plötunnar OTL með tónleikum í Iðnó í kvöld, fimmtudag, kl. 20. „Tryggvi útskrifaðist úr tónsmíðum við Listaháskóla Íslands árið 2022 og gaf út sína fyrstu plötu OTL í desember sama ár. Hann hefur samið verk fyrir ýmis hljóðfæri og er um þessar mundir að smíða hljóðfæri sem hann fékk styrk fyrir,“ segir í kynningu.

Þar er plötunni lýst sem ferðalagi í gegnum ýmsar tilfinningar, fallegar sem og ljótar. „Á plötunni er tekið á því hvernig það er að vera mikil tilfinningavera sem gengur hjálparlaus í gegnum erfiða tíma. Hljómsveitin skartar fjölda hljóðfæraleikara sem hver á mikilvægan þátt í framvindu sögunnar.“

Sveitina skipa auk Tryggva Þórs söngkonan Jóhanna Elísa Skúladóttir, Gunnar Ingi Jósepsson á gítar, Borgþór Jónsson á bassa, Jón G. Breiðfjörð Álfgeirsson á trommur, Sævar Helgi Jóhannsson á píanó, Sólrún Svava Kjartansdóttir á fiðlu, Hafrún Birna Björnsdóttir á víólu og Steinunn María Þormar á selló. Miðar fást á midix.is.