Nítján Almar Atlason með boltann í leiknum gegn Grikkjum í gær.
Nítján Almar Atlason með boltann í leiknum gegn Grikkjum í gær. — Ljósmynd/FIBA
Ísland tapaði naumlega fyrir Grikklandi, 83:75, í sextán liða úrslitum A-deildar Evrópumóts U20 ára karla í körfuknattleik á grísku eyjunni Krít í gær. Ísland var yfir í hálfleik, 45:41, en Grikkir höfðu betur á spennandi lokakafla þar sem síðustu skot íslenska liðsins geiguðu

Ísland tapaði naumlega fyrir Grikklandi, 83:75, í sextán liða úrslitum A-deildar Evrópumóts U20 ára karla í körfuknattleik á grísku eyjunni Krít í gær. Ísland var yfir í hálfleik, 45:41, en Grikkir höfðu betur á spennandi lokakafla þar sem síðustu skot íslenska liðsins geiguðu. Orri Gunnarsson skoraði 21 stig fyrir íslenska liðið, Almar Atlason 19 og Tómas Þrastarson var með 15 stig, sex fráköst og fjórar stoðsendingar.