Stofn hafarna á Íslandi fer stækkandi og varpsvæði fuglanna hefur breikkað, að sögn Kristins Hauks Skarphéðinssonar, dýravistfræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sem segir þróunina jákvæða hjá íslenska erninum
Stofn hafarna á Íslandi fer stækkandi og varpsvæði fuglanna hefur breikkað, að sögn Kristins Hauks Skarphéðinssonar, dýravistfræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sem segir þróunina jákvæða hjá íslenska erninum.
Kristinn segir að í kringum 90 óðul arna séu í ábúð í augnablikinu og vinna sérfræðingar að því að merkja nánast alla arnarunga svo hægt sé að fylgjast með þróun stofnsins hér á landi.
Þótt erni sé að finna um allt land eru þeir algengastir á vestanverðu landinu. » 16