Í kvöld, 13. júlí, fer Helgi Þorláksson, sagnfræðingur og prófessor emeritus, fyrir fræðslugöngu um Þingvelli. Lagt verður af stað kl. 20 frá Langastíg. Þeir sem koma um Mosfellsheiði frá Reykjavík fara fram hjá afleggjara að Hakinu, síðan yfir Öxará og beygja svo inn á bílastæði sem merkt er Öxarárfossi.
Í göngunni verður farið verður um Langastíg, ætlaðir gálgastaðir í Stekkjargjá kannaðir, kynntar ólíkar hugmyndir um legu Lögbergs og endað á Klukkuhóli hjá Þingvallakirkju. Helgi Þorláksson sendi nýlega frá sér bókina Á sögustöðum. Þar er allrækilegur kafli um Þingvelli og mun höfundur kynna sumt af því sem þar kemur fram og skýra á viðeigandi stöðum.
Allir eru velkomnir í gönguna og þátttaka er ókeypis.