Helgi Þorláksson, sagnfræðingur og prófessor emer­itus við Háskóla Íslands, leiðir göngu um Þingvelli í kvöld. Lagt verður af stað kl. 20 frá Langastíg. „Þeir sem koma um Mosfellsheiði frá Reykjavík fari fram hjá afleggjara að Hakinu, síðan yfir…

Helgi Þorláksson, sagnfræðingur og prófessor emer­itus við Háskóla Íslands, leiðir göngu um Þingvelli í kvöld. Lagt verður af stað kl. 20 frá Langastíg. „Þeir sem koma um Mosfellsheiði frá Reykjavík fari fram hjá afleggjara að Hakinu, síðan yfir Öxará og beygi til hægri inn á bílastæði sem merkt er Öxarárfossi og Langastíg (P3). Farið verður um Langastíg, ætlaðir gálgastaðir í Stekkjargjá kannaðir, kynntar ólíkar hugmyndir um legu Lögbergs og endað á Klukkuhóli hjá Þingvallakirkju,“ segir í tilkynningu. Helgi er höfundur bókarinnar Á sögustöðum þar sem ítarlega er fjallað um Þingvelli. Þátttaka er ókeypis.