Skoraði Marc Rochester kom Þórsurum yfir í Grindavík.
Skoraði Marc Rochester kom Þórsurum yfir í Grindavík. — Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
Grindavík og Þór skildu jöfn, 1:1, í fyrsta leiknum í elleftu umferð 1. deildar karla í fótbolta í Grindavík í gærkvöld. Daninn Marc Rochester Sörensen kom Þórsurum yfir á 64. mínútu en slóvenski miðjumaðurinn Marko Vardic jafnaði fyrir Grindvíkinga á 86

Grindavík og Þór skildu jöfn, 1:1, í fyrsta leiknum í elleftu umferð 1. deildar karla í fótbolta í Grindavík í gærkvöld. Daninn Marc Rochester Sörensen kom Þórsurum yfir á 64. mínútu en slóvenski miðjumaðurinn Marko Vardic jafnaði fyrir Grindvíkinga á 86. mínútu. Grindvíkingar eru þá komnir með 15 stig en Þórsarar 14 um miðja deildina. Þrír aðrir leikir fóru fram í 1. deildinni í gærkvöld en þeim var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun.