Veitingastað Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni hefur verið lokað eftir að fjöldi tilkynninga barst Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur vegna mögulegrar matareitrunar. Vinnutilgáta eftirlitsins er sú að ef til vill sé um tilfelli nóróveiru að ræða

Veitingastað Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni hefur verið lokað eftir að fjöldi tilkynninga barst Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur vegna mögulegrar matareitrunar. Vinnutilgáta eftirlitsins er sú að ef til vill sé um tilfelli nóróveiru að ræða. Þetta staðfestir Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlits hjá eftirlitinu.

Hann segir tilfellin á stöðum Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni, sem eru tólf talsins, og eitt tilfelli á staðnum í Katrínartúni, geta snert um þrjátíu manns.

Starfsfólk heilbrigðiseftirlitsins hafi þegar farið í Kringluna. Stjórnendur veitingastaðarins hafi sjálfir ákveðið að loka veitingastaðnum í Kringlunni. Staðurinn verður þó ekki opnaður aftur án samþykkis heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Rannsókn á málinu standi nú yfir.

María Rún Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri Fabrikkunnar, sagði við mbl.is í gær að allsherjar sótthreinsun og þrif stæði yfir á veitingastaðnum í Kringlunni.