Hvítur á leik
Hvítur á leik
Sænska meistaramótinu í skák lauk í Helsingborg sl. sunnudag. Staðan kom upp á mótinu þar sem stórmeistarinn Vitalii Sivuk (2.432) hafði hvítt gegn alþjóðlega meistaranum Jung Min Seo (2.469)

Sænska meistaramótinu í skák lauk í Helsingborg sl. sunnudag. Staðan kom upp á mótinu þar sem stórmeistarinn Vitalii Sivuk (2.432) hafði hvítt gegn alþjóðlega meistaranum Jung Min Seo (2.469). 63. g3! Bf8 aðrir leikir hefðu ekki heldur komið að gagni. 64. Hf1+ Kg7 [64. … Kg8 65. Hf5! g4 66. h4 Hd4 67. Bxd6 og hvítur vinnur] 65. Ke8 He3? 66. Hxf8 Hxg3 67. Bxd6 Hxh3 68. Bxe5+ Kg6 69. Hf6+ Kh7 70. d6 He3 71. He6 og svartur gafst upp. Sivuk tefldi á EM einstaklinga í opnum flokki þegar það var haldið hér á landi haustið 2021. Þá tefldi Sivuk undir fána Úkraínu en núna teflir hann undir fána Svíþjóðar. Ófáir stórmeistarar, bæði frá Rússlandi og Úkraínu, hafa ákveðið að tefla undir fána annarra ríkja í kjölfar stríðsátakanna í Úkraínu sem staðið hafa yfir síðan rússneski herinn réðst inn í landið í febrúar 2022.