Sævar Helgi Jóhannsson
Sævar Helgi Jóhannsson
„Tvö tilraunadúó munu leika saman – og hver veit nema úr verði kvartett?“ segir í tilkynningu vegna tónleika sem haldnir verða á R6013 í Ingólfsstræti 20 í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 19 og standa til kl

„Tvö tilraunadúó munu leika saman – og hver veit nema úr verði kvartett?“ segir í tilkynningu vegna tónleika sem haldnir verða á R6013 í Ingólfsstræti 20 í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 19 og standa til kl. 22, en húsið er opnað kl. 18.30.

„R6013 er DIY tónleika- og viðburðarými í Þingholtunum í miðbæ Reykjavíkur,“ segir í kynningu. Þar kemur fram að fyrst leiki Moritz Christiansen og Stijn Brinkmann saman á saxófón, flautu, fiðlu og rödd og síðan leiki Sævar Helgi og Coralie Gauthier saman á píanó og hörpu.

Aðgangur kostar 1.500 krónur, en einnig er tekið við frjálsum framlögum. „Eyrnatappar og hlífar í barna- og fullorðinsstærðum í boði og mælt með!“ Allar nánari upplýsingar eru á vefnum patreon.com/r6013.