Aretha Franklin
Aretha Franklin
Kviðdómur í Michigan hefur komist að þeirri niðurstöðu að handskrifuð erfðaskrá Arethu Franklin, sem dagsett er 2014 og fannst falin í sófa á heimili hennar í Detroit, sé gild. Þar með fellur erfðaskrá sem dagsett er 2010 úr gildi

Kviðdómur í Michigan hefur komist að þeirri niðurstöðu að handskrifuð erfðaskrá Arethu Franklin, sem dagsett er 2014 og fannst falin í sófa á heimili hennar í Detroit, sé gild. Þar með fellur erfðaskrá sem dagsett er 2010 úr gildi. Eftir sem áður verður höfundaréttargreiðslum skipt jafnt milli fjögurra sona Franklin, en í stað þess að Theodore White II. sé framkvæmdastjóri og talsmaður dánarbúsins verður það Kecalf Franklin. Sá síðarnefndi og börn hans erfa einnig stórhýsi söngkonunnar, sem metið er á 1,2 milljón dala og allar bifreiðar hennar.

Samkvæmt erfðaskránni frá 2014 var það ósk Franklin að kjólasafn hennar yrði annað hvort selt á uppboði eða afhent Smithsonian-stofnuninni. Frá því Frankling lést í ágúst 2018 hafa stjórnendur dánarbúsins samið um greiðslu skulda og endurgreitt skatta, en jafnframt haldið utan um öll höfundaréttarmál sálardívunnar sálugu.