Skáld Gerður Kristný les upp í Alþýðuhúsinu á laugardag kl. 15.
Skáld Gerður Kristný les upp í Alþýðuhúsinu á laugardag kl. 15. — Morgunblaðið/Eggert
Frjó nefnist fjögurra daga listahátíð sem hefst á Siglufirði í dag, fimmtudag, kl. 11 og stendur til sunnudagsins 16. júlí kl. 17. Þar koma fram „listamenn og skapandi einstaklingar sem framkalla list sína með ólíkum miðlum og sameinast í einum suðupotti um miðjan júlí ár hvert

Frjó nefnist fjögurra daga listahátíð sem hefst á Siglufirði í dag, fimmtudag, kl. 11 og stendur til sunnudagsins 16. júlí kl. 17. Þar koma fram „listamenn og skapandi einstaklingar sem framkalla list sína með ólíkum miðlum og sameinast í einum suðupotti um miðjan júlí ár hvert. Tekist hefur að stuðla að og byggja upp á Siglufirði sannkallaðan leikvöll listarinnar þar sem tilraunamennska, galsi og frjálst flæði leika lausum hala. Alþýðuhúsið stækkar því viðburða- og sýningarstaði sína út í Garð og víða um bæ og nýtur samstarfs fyrirtækja, bæjarfélagsins og annarra menningaraðila,“ segir í tilkynningu frá Alþýðuhúsinu.

Meðal þeirra sem taka þátt í hátíðinni eru Helgi Þórsson, Gerður Kristný, Skúli Sverrisson, Ólöf Arnalds, Ragnhildur Weisshappel, María Sól Ingólfsdóttir, Þóra Kristín Gunnarsdóttir, Óskar Guðjónsson, Eyþór Gunnarsson, Kristína Berman, Garún og Hulda Vilhjálmsdóttir.

Allar nánari upplýsingar eru á vefnum althyduhusid.com.