Héraðsdómur Þrír karlmenn eru í varðhaldi og hafa verið ákærðir.
Héraðsdómur Þrír karlmenn eru í varðhaldi og hafa verið ákærðir. — Morgunblaðið/Eggert
Þrír ung­ir karl­menn eru ákærðir fyr­ir að hafa orðið 27 ára göml­um pólsk­um karl­manni að bana á bíla­stæði við Fjarðar­kaup í Hafnar­f­irði í apríl. Gæslu­v­arð­hald var fram­lengt yfir þeim í Héraðsdómi Reykja­ness í gær

Þrír ung­ir karl­menn eru ákærðir fyr­ir að hafa orðið 27 ára göml­um pólsk­um karl­manni að bana á bíla­stæði við Fjarðar­kaup í Hafnar­f­irði í apríl. Gæslu­v­arð­hald var fram­lengt yfir þeim í Héraðsdómi Reykja­ness í gær. Tveir sak­born­inga hafa verið vistaðir á Stuðlum vegna ald­urs en einn í fang­els­inu á Hólms­heiði. Þeir eru all­ir und­ir tví­tugu.

Fjög­ur voru hand­tek­in þegar málið kom upp hinn 20. apríl. Það voru menn­irn­ir þrír sem ákærðir eru og ein stúlka. Lands­rétt­ur felldi gæslu­v­arðhald yfir henni úr gildi en hún tók upp mynd­skeið af árás­inni á síma. Stúlkan hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu en lögmaður hennar hefur í fjölmiðlum lýst henni sem lykilvitni en ekki geranda í málinu.