— AFP
Stysta svarið er: Heima. Að vera innflytjandi er engin óskastaða í sjálfu sér. Þegar fólk fer nauðugt úr heimkynnum sínum út í óvissuna þá er eitthvað að á heimaslóðum. Oft innanlandsstríð þar sem valdhafar streitast við að halda völdum með hjálp annarra einræðisvelda og átökin taka engan enda

Stysta svarið er: Heima. Að vera innflytjandi er engin óskastaða í sjálfu sér.

Þegar fólk fer nauðugt úr heimkynnum sínum út í óvissuna þá er eitthvað að á heimaslóðum. Oft innanlandsstríð þar sem valdhafar streitast við að halda völdum með hjálp annarra einræðisvelda og átökin taka engan enda.

Alþjóðasamtök eru ráðalaus gagnvart slíku og einræðispáfar standa saman.

Svo er það fólkið sem er féflett og lofað „leið til betra lífs“ með því fyrst að hirða af því aleiguna og senda svo út á opið haf í manndrápsfleytum þó að sumt sé kallað „fiskiskip“ í fjölmiðlum.

Engin lög virðast ná yfir þessa glæpamenn og lítið um þá fjallað. Það er eins og uppgjöf sé í gangi gagnvart þessu heimsvandamáli sem hent er á milli eins og heitri kartöflu ef það er þá ekki þaggað niður og gagnrýninni beint að einhverri handvömm strandgæslu sem þó er að reyna að bjarga þegar líf eru í húfi.

Fyrr en síðar verður Evrópa að taka á þessu, borgarastríð geta verið í uppsiglingu. Tíminn er knappur.

Sunnlendingur