Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, opna formlega nýja tvíbreiða brú yfir Stóru-Laxá í Hreppum í dag. Brúin liggur á mörkum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Hrunamannahrepps
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, opna formlega nýja tvíbreiða brú yfir Stóru-Laxá í Hreppum í dag. Brúin liggur á mörkum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Hrunamannahrepps. Oddvitar sveitarfélaganna tveggja munu klippa á borða með ráðherra og forstjóra til að marka formlega opnun brúarinnar. Hefð hefur verið fyrir því að ráðherra fari fyrstur yfir brýr en í þetta sinn munu oddvitarnir ýta börnum af svæðinu yfir brúna í kassabílum.