Agla Eir Vilhjálmsdóttir
Agla Eir Vilhjálmsdóttir
Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, var spurð að því í Dagmálum Morgunblaðsins hvort komið hefðu fram skýringar hjá ríkinu á því hvers vegna Evróputilskipun um ófjárhagslega upplýsingagjöf fyrirtækja, NFRD-tilskipunin, hefði verið innleidd með meira íþyngjandi hætti hér á landi en innan ESB.

Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, var spurð að því í Dagmálum Morgunblaðsins hvort komið hefðu fram skýringar hjá ríkinu á því hvers vegna Evróputilskipun um ófjárhagslega upplýsingagjöf fyrirtækja, NFRD-tilskipunin, hefði verið innleidd með meira íþyngjandi hætti hér á landi en innan ESB.

Agla Eir svaraði: „Já, við höfum allavega heyrt að það sem var á bak við þetta var að stjórnvöldum fannst þetta einfaldlega of fá fyrirtæki sem þurftu að fylgja þessu. Það hafi bara verið hugsunin, að þessi 35 félög, þetta væru bara of fá fyrirtæki og við gætum bara gefið aðeins í og látið fleiri fyrirtæki fylgja þessu.“

Hún bætti við að þetta væru ekki rök fyrir því að leggja viðbótarkostnað á íslensk fyrirtæki, en greining Viðskiptaráðs á viðbótarkostnaðinum bendir til að hann hafi verið tíu milljarðar króna frá innleiðingu árið 2016.

Í viðtalinu kom einnig fram að Viðskiptaráð vildi að úttekt sem framkvæmd var árið 2016 fyrir forsætisráðuneytið yrði endurtekin, en hún sýndi að þriðjungur Evrópuregluverks hefði verið innleiddur með meira íþyngjandi hætti en þörf var á.

Sjálfsagt er að slík úttekt fari fram. Enn sjálfsagðara er að íslenskir ráðherrar og alþingismenn vakni og fari að gæta hagsmuna íslensks almennings og atvinnulífs.