Sigurður Atli Jónsson
Sigurður Atli Jónsson
Fyrirtækið Arctic Green Energy hefur borað yfir 900 borholur í Kína í leit að heitu vatni og komið að framkvæmd yfir 1000 jarðhitaverk­efna þar í landi. Um 90 milljónir fermetra af húsnæði eru kyntir með heitu vatni fyrir tilstilli fyrirtækisins og…

Fyrirtækið Arctic Green Energy hefur borað yfir 900 borholur í Kína í leit að heitu vatni og komið að framkvæmd yfir 1000 jarðhitaverk­efna þar í landi. Um 90 milljónir fermetra af húsnæði eru kyntir með heitu vatni fyrir tilstilli fyrirtækisins og hefur það nýtingarréttindi til að hita um 400 milljónir fermetra. Um fimm milljónir manna njóta góðs af hitaveituverkefnum þess.

„Á þessu ári erum við að spara útblástur á um 5,2 milljónum af koltvísýringi. Árangur okkar í Kína er langstærsta framlag Íslands til loftslagsmála,“ segir Sigurður Atli Jónsson, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við Morgunblaðið.

Arctic Green fer með 46,2% hlutafjár í fyrirtækinu en kínverska fyrirtækið Sinopec á 53,8%. »32