Ísfisktogari Togarinn á að heita Hulda Björnsdóttir GK-11.
Ísfisktogari Togarinn á að heita Hulda Björnsdóttir GK-11. — Mynd/Þorbjörn hf.
„Það eru tafir á rafbúnaði, það er eiginlega asnalegast við þetta að af allri þessari smíði þá eru það litlir rafkubbar sem eru að tefja,“ segir Hrannar Jón Emilsson, útgerðarstjóri Þorbjarnar hf., í samtali við Morgunblaðið er hann var spurður hvernig smíði á nýjum ísfisktogara gengi

„Það eru tafir á rafbúnaði, það er eiginlega asnalegast við þetta að af allri þessari smíði þá eru það litlir rafkubbar sem eru að tefja,“ segir Hrannar Jón Emilsson, útgerðarstjóri Þorbjarnar hf., í samtali við Morgunblaðið er hann var spurður hvernig smíði á nýjum ísfisktogara gengi.

Fyrirtækið tilkynnti á síðasta ári að smíði á nýjum ísfisktogara væri hafin á Spáni og hann á að heita Hulda Björnsdóttir, í höfuðið á einum af stofnendum fyrirtækisins. Togarinn verður 58 metra langur og 13,6 metra breiður.

Hrannar segir þó að ekki séu um verulegar tafir að ræða. „Hann er áætlaður upprunalega í lok febrúar [2024] en nú er það komið fram í mánaðarmótin apríl-maí,“ segir hann.

Spurður hvort seinkunin hafi áhrif á starfsemina svarar hann neitandi. „Við erum enn þá með skipakostinn, við erum ekki búin að selja einhver skip eða leggja einhverjum,“ segir hann.