Tórínó Söru líður vel hjá Juventus, sem er í Tórínó á Ítalíu.
Tórínó Söru líður vel hjá Juventus, sem er í Tórínó á Ítalíu. — Morgunblaðið/Eggert
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, hafði ekki áhuga á að færa sig frá ítalska félaginu Juventus og til Arsenal á Englandi. Ítalski blaðamaðurinn Mauro Munno greindi frá að Arsenal hefði haft mikinn áhuga á…

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, hafði ekki áhuga á að færa sig frá ítalska félaginu Juventus og til Arsenal á Englandi. Ítalski blaðamaðurinn Mauro Munno greindi frá að Arsenal hefði haft mikinn áhuga á Söru en miðjukonan kosið að vera áfram í Tórínó frekar en að flytja til Lundúna. Juventus varð í öðru sæti ítölsku A-deildarinnar á síðustu leiktíð, átta stigum frá meisturum Roma.