Ísafjörður Carlos Martin er farinn frá Herði á Ísafirði eftir fjögur ár.
Ísafjörður Carlos Martin er farinn frá Herði á Ísafirði eftir fjögur ár. — Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
Spænski handknattleiksþjálfarinn Carlos Martin hefur látið af störfum sem þjálfari karlaliðs Harðar eftir fjögurra ára veru á Vestfjörðum. Liðið lék í fyrsta skipti í efstu deild á síðustu leiktíð, en fékk aðeins tvö stig og féll aftur niður í 1

Spænski handknattleiksþjálfarinn Carlos Martin hefur látið af störfum sem þjálfari karlaliðs Harðar eftir fjögurra ára veru á Vestfjörðum. Liðið lék í fyrsta skipti í efstu deild á síðustu leiktíð, en fékk aðeins tvö stig og féll aftur niður í 1. deild. Í yfirlýsingu félagsins kemur fram að félagið kveðji þann spænska með blendnum tilfinningum. Félagið er ósátt með að hann hafi ekki efnt eigin samning, en á sama tíma þakklátt fyrir hans störf.