Brynjar Níelsson
Brynjar Níelsson
„Ef satt skal segja þá finnst mér ekki líklegt að menn komist að niðurstöðu í málunum sem ég skrifaði um,“ sagði Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður í samtali við mbl.is í gær, spurður um grein í Viljanum sem hann ritaði í gær, þar…

„Ef satt skal segja þá finnst mér ekki líklegt að menn komist að niðurstöðu í málunum sem ég skrifaði um,“ sagði Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður í samtali við mbl.is í gær, spurður um grein í Viljanum sem hann ritaði í gær, þar sem hann kallaði eftir stefnubreytingu í stjórnarstefnunni í útlendingamálum og orkumálum, og var með ákall til hægrimanna og borgaralegra afla um að láta í sér heyra vegna ástandsins á stjórnarheimilinu.

„Spurningin er bara hvort Sjálfstæðisflokkurinn ætli að sætta sig við stöðuna að óbreyttu eða ætla menn að knýja fram þessar breytingar. Ég er ekki vongóður um að svo verði og þá er auðvitað bara ein leið; sem er að segja að þetta sé fullreynt og hætta þessu samstarfi,“ segir Brynjar.

Ert þú sem sagt á þeirri skoðun að það sé fullreynt að breyta um stefnu?

„Ég er kannski ekki í stöðu til að meta það en ég óttast að staðan sé þannig að það sé ólíklegt að hún breytist. Þá segi ég nú bara eins og menn segja á ensku: „Let's call it a day,““ sagði Brynjar, en nánara viðtal má lesa á mbl.is. hng@mbl.is