Leikstjóri Þorleifur Örn Arnarsson glímir við Wagner.
Leikstjóri Þorleifur Örn Arnarsson glímir við Wagner. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Stjórnendur Bayreuth-tónlistar­hátíðarinnar í Þýskalandi hafa tilkynnt að Þorleifur Örn Arnarsson muni leikstýra óperunni Tristan og Isolde eftir Richard Wagner á hátíðinni árið 2024

Stjórnendur Bayreuth-tónlistar­hátíðarinnar í Þýskalandi hafa tilkynnt að Þorleifur Örn Arnarsson muni leikstýra óperunni Tristan og Isolde eftir Richard Wagner á hátíðinni árið 2024. Titilhlutverkin syngja ­Andreas Schager og Camilla Nylund, en Semyon Bychkov stjórnar hljómsveitinni. Þorleifur er ekki ókunnugur Wagner, því hann setti upp Lohengrin í Augsburg 2014 og Siegfried í Karlsruhe 2017 auk þess sem hann mun leikstýra Parsifal í Hannover í haust.