— AFP/Armend Nimani
Ísland er langt því frá eina Evrópulandið sem hefur þurft að kljást við gróðurelda undanfarna daga, en miklir skógar- og gróðureldar hafa herjað á íbúa í Frakklandi, Grikklandi, Ítalíu og Króatíu. Þannig hafa þúsundir manna þurft að yfirgefa…

Ísland er langt því frá eina Evrópulandið sem hefur þurft að kljást við gróðurelda undanfarna daga, en miklir skógar- og gróðureldar hafa herjað á íbúa í Frakklandi, Grikklandi, Ítalíu og Króatíu.

Þannig hafa þúsundir manna þurft að yfirgefa eyjarnar Ródos og Korfú vegna gróðureldanna, á sama tíma og Frakkar hafa slegist við skógarelda í héruðunum Cagne-sur-Mer og Villeneuve-Loubet í nágrenni við flugvöllinn í Nice. Yfir hundrað slökkviliðsmenn voru þar að störfum í gær.

Í Króatíu hafa eldar brunnið um 12 km frá borginni Dubrovnik. Hafa gamlar jarðsprengjur sprungið vegna eldanna, en jarðsprengjur leynast enn víða eftir Balkanstríðin á 10. áratugnum þegar Júgóslavía leystist upp.