Tæknibrella Timothée Chalamet og Hugh Grant í hlutverkum sínum.
Tæknibrella Timothée Chalamet og Hugh Grant í hlutverkum sínum.
Leikarinn George Coppen, sem er dvergvaxinn, gagnrýnir það að Hugh Grant hafi verið fenginn til að leika Úmpa-Lúmpa í myndinni Wonka sem Paul King leikstýrir og frumsýnd verður hérlendis um miðjan desember

Leikarinn George Coppen, sem er dvergvaxinn, gagnrýnir það að Hugh Grant hafi verið fenginn til að leika Úmpa-Lúmpa í myndinni Wonka sem Paul King leikstýrir og frumsýnd verður hérlendis um miðjan desember. Myndin fjallar um Willy Wonka á hans yngri árum (sem Timothée Chalame leikur) og hvernig hann kynntist verunum af kyni Úmpa-Lúmpa, sem síðar starfa fyrir hann í súkkulaðiverksmiðjunni sem Roald Dahl skrifaði um í bókinni Kalli og súkkulaðiverksmiðjan.

Bókin hefur tvisvar verið kvikmynduð (1971 og 2005) og þá fóru dvergar með hlutverk Úmpa-Lúmpanna. Í samtali við BBC segist Coppen þeirrar skoðunar að dvergur hefði átt að fá að leika hlutverkið í nýju myndinni, enda ekki um auðugan garð að gresja þegar kemur að hlutverkum sem henti dvergvöxnu fólki. „Mörgum leikurum [sem eru dvergar] finnst eins og verið sé að ýta þeim út úr bransanum sem við elskum. Við erum mörg þeirrar skoðunar að dvergar eigi að fá hversdagsleg hlutverk, en okkur eru ekki boðin þau hlutverk. Nú lokast einar dyr, en aðrar opnast ekki á móti,“ segir Coppen.