Slökkvilið Atvinnuhúsnæði brann við Keflavíkurhöfn í Reykjanesbæ í gær. Reykmökk lagði yfir stóran hluta bæjarins í nokkra klukkutíma.
Slökkvilið Atvinnuhúsnæði brann við Keflavíkurhöfn í Reykjanesbæ í gær. Reykmökk lagði yfir stóran hluta bæjarins í nokkra klukkutíma. — Ljósmynd/Hermann
Eldur kom upp í atvinnuhúsnæði við Keflavíkurhöfn í Reykjanesbæ í hádeginu í gær. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á vettvang og var búið að ná tökum á eldinum klukkan 14 og hann kveðinn niður upp úr klukkan 15

Eldur kom upp í atvinnuhúsnæði við Keflavíkurhöfn í Reykjanesbæ í hádeginu í gær. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á vettvang og var búið að ná tökum á eldinum klukkan 14 og hann kveðinn niður upp úr klukkan 15. Enginn var inni í byggingunni þegar kviknaði í og engin slys urðu á fólki.

Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, segir í samtali við mbl.is að fjárhagslegt tjón sé líklega töluvert. „Það voru bílar, fellihýsi, tjaldvagnar og búslóðir þarna. Ég geri ráð fyrir því að þetta sé verulega mikið tjón,“ segir hann.

Byggingin er byggð í nokkrum hlutum og var eldurinn að mestu leyti í elsta hlutanum. Sagði Jón að í elstu byggingunni hefði að öllum líkindum orðið altjón en tjónið á afganginum komi í ljós bráðlega. Aðgerðum var að mestu leyti lokið fyrir klukkan 19 í gær.