Hvítur á leik
Hvítur á leik
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Be3 a6 7. f4 Dc7 8. Be2 Be7 9. 0-0 0-0 10. Bf3 Rc6 11. Rb3 b5 12. g4 He8 13. Dd2 Rd7 14. Df2 Hb8 15. Had1 b4 16. Ra4 a5 17. c4 bxc3 18. Rxc3 Rb4 19

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Be3 a6 7. f4 Dc7 8. Be2 Be7 9. 0-0 0-0 10. Bf3 Rc6 11. Rb3 b5 12. g4 He8 13. Dd2 Rd7 14. Df2 Hb8 15. Had1 b4 16. Ra4 a5 17. c4 bxc3 18. Rxc3 Rb4 19. Be2 Ba6 20. Hc1 Bxe2 21. Dxe2 Dd8 22. Rd4 e5 23. Rf5 exf4 24. Bxf4 Bg5 25. Bxg5 Dxg5 26. a3 Rc6 27. h4 Dd8 28. Rxd6 Rd4 29. Df2 Re5 30. Dxd4 Dxh4 31. Df2 Dxg4+ 32. Dg2 Dxg2+ 33. Kxg2 Hxb2+ 34. Hf2 Heb8 35. Hcc2 H2b3 36. Rd5 f6 37. Hc7 Hxa3 38. Rf5 Rf7

Staðan kom upp á meistaramóti Slóvakíu sem lauk fyrir skömmu í höfuðborginni, Bratislava. Sebastian Lukas Kostolansky (2.407), sem fæddist árið 2006, hafði hvítt gegn stórmeistaranum Viktor Gazik (2.546). 39. e5! Hd3 aðrir leikir hefðu ekki heldur komið í veg fyrir tap. 40. e6! og svartur gafst upp, t.d. er taflið tapað eftir 40. … Hxd5 41. Re7+.