Sinéad O'Connor
Sinéad O'Connor
Tilkynnt var í gærkvöldi að írska söngkonan Sinéad O'Connor væri látin, 56 ára gömul. Dánarorsök lá ekki fyrir þegar Morgunblaðið fór í prentun. Andlátið ber að um einu og hálfu ári eftir að sonur hennar, Shane Lunny, féll fyrir eigin hendi, en hann var þá 17 ára gamall

Tilkynnt var í gærkvöldi að írska söngkonan Sinéad O'Connor væri látin, 56 ára gömul. Dánarorsök lá ekki fyrir þegar Morgunblaðið fór í prentun. Andlátið ber að um einu og hálfu ári eftir að sonur hennar, Shane Lunny, féll fyrir eigin hendi, en hann var þá 17 ára gamall.

O'Connor skaut upp á stjörnuhimininn árið 1990 þegar önnur breiðskífa hennar, I Do Not Want What I Haven't Got, seldist í rúmlega sjö milljónum eintaka um víða veröld. Var það einkum að þakka flutningi hennar á lagi Prince, Nothing Compares 2 U, sem varð mest selda smáskífa ársins.

Ferill O'Connor náði aldrei sömu hæðum eftir það, en hún hneykslaði marga árið 1992 þegar hún reif mynd af páfanum í beinni útsendingu í Bandaríkjunum.