Skip Christian í Grjótinum er eitt færeyskra skipa sem landað hafa afla hér á landi. Færeyskum skipum verður þó ekki heimilt að landa makríl.
Skip Christian í Grjótinum er eitt færeyskra skipa sem landað hafa afla hér á landi. Færeyskum skipum verður þó ekki heimilt að landa makríl. — Morgunblaðið/Albert Kemp
Færeyskum skipum verður ekki heimilt að landa makrílafla hér á landi, en ekkert verður því til fyrirstöðu að færeysk skip landi afla í Noregi. Engir samningar hafa náðst milli strandríkja um hlutdeild þeirra í makrílveiðunum

Færeyskum skipum verður ekki heimilt að landa makrílafla hér á landi, en ekkert verður því til fyrirstöðu að færeysk skip landi afla í Noregi. Engir samningar hafa náðst milli strandríkja um hlutdeild þeirra í makrílveiðunum.

Dennis Holm, sjávarútvegs- og samgönguráðherra Færeyja, tilkynnti í gær að hann hefði gert breytingar á gildandi reglugerðum um löndun færeyskra skipa á makríl erlendis. Er þarlendum skipum gert að landa öllum afla í Færeyjum að undanskildum 15% sem má landa í erlendum höfnum.

Fram kemur í tilkynningu á vef færeyska sjávarútvegs- og samgönguráðuneytisins að þess hafi verið farið á leit við íslensk og norsk stjórnvöld að færeysk skip fengju að landa þar makríl.

„Ísland hefur lýst því yfir að færeysk skip fái ekki leyfi til að landa makríl í íslenskum höfnum en Noregur hefur tilkynnt að ekkert sé í vegi þess að færeysk skip geti landað í norskum höfnum. Þó er skylda að salan fari fram í gegnum sölukerfi Norges Sildesalgslag,“ segir í tilkynningunni.