40 ára Eygló er Vestmannaeyingur og er að flytja aftur til Eyja. Hún er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá HÍ og er jógakennari og einkaþjálfari. Eygló er einn þriggja eigenda þjálfunarstöðvarinnar Metabolic Reykjavík

40 ára Eygló er Vestmannaeyingur og er að flytja aftur til Eyja. Hún er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá HÍ og er jógakennari og einkaþjálfari. Eygló er einn þriggja eigenda þjálfunarstöðvarinnar Metabolic Reykjavík. Hún er einnig eigandi Jakkafatajóga, þar sem hún fer inn á vinnustaði og stýrir stuttum jógatímum. Eygló er meðstjórnandi í ÁTVR, Átthagafélagi Vestmannaeyinga í Reykjavík, og áhugamálin eru hreyfing og útivist.

Fjölskylda Kærasti Eyglóar er Garðar Heiðar Eyjólfsson, f. 1984, viðskiptafræðingur. Foreldrar Eyglóar eru hjónin Egill Jónsson, f. 1942, frá Selalæk á Rangárvöllum, fv. verkstjóri hjá Skipalyftunni og Ísfélaginu, og Helena Weihe, f. 1949, frá Framnesi í Vestmannaeyjum, húsfreyja. Þau eru búsett í Eyjum.