Samstaða Þróttarar mættu rauðklæddir á aðalvöll félagsins og sýndu Isaac vallarstjóra stuðning sinn í verki.
Samstaða Þróttarar mættu rauðklæddir á aðalvöll félagsins og sýndu Isaac vallarstjóra stuðning sinn í verki. — Morgunblaðið/Hákon
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þróttarar fylltu aðalvöll félagsins af manngæsku og rauðklæddum einstaklingum í gærkvöldi til stuðnings Isaac Kwateng, vallarstjóra félagsins. Með viðburðinum vildu Þróttarar sýna Isaac í verki að hann skipti samfélagið máli og að þeim sé ekki sama um baráttu hans

Klara Ósk Kristinsdóttir

klaraosk@mbl.is

Þróttarar fylltu aðalvöll félagsins af manngæsku og rauðklæddum einstaklingum í gærkvöldi til stuðnings Isaac Kwateng, vallarstjóra félagsins.

Með viðburðinum vildu Þróttarar sýna Isaac í verki að hann skipti samfélagið máli og að þeim sé ekki sama um baráttu hans. Úrskurðarnefnd útlendingamála hefur neitað honum um endurupptöku á umsókn sinni um alþjóðlega vernd.

Stjórn Þróttar gagnrýndi í vikunni vinnubrögð stjórnvalda í málinu og lýsti yfir stuðningi sínum við Isaac, sem starfar líkt og fyrr sagði sem vallarstjóri Þróttar, auk þess sem hann spilar með varaliði félagsins og tekur þátt í sjálfboðastörfum þess.

Fyrr um kvöldið fór fram setningarathöfn fótboltamótsins Rey Cup, en það verður haldið í Laugardalnum um helgina. Er þetta í 22. skipti sem mótið er haldið og munu íslensk ungmenni að venju etja kappi við mörg af bestu liðum heims.

Setningarathöfnin hófst á skrúðgöngu frá Laugardalshöll niður í Laugardal og inn á aðalvöll Þróttar þar sem mótið var sett. Auk þess kom Aron Can fram og tók nokkur lög.