Siglufjörður Síldarstúlkurnar á plani.
Siglufjörður Síldarstúlkurnar á plani. — Ljósmynd/Fjallabyggð
Mikið verður um að vera á Siglufirði nú um helgina, en þar og þá er hinn árlegi Trilludagur. Auk þess verður afhjúpaður minnisvarði um síldarstúlkur, málþing, síldarsöltun og bryggjuball. Á laugardagsmorgun, 29

Mikið verður um að vera á Siglufirði nú um helgina, en þar og þá er hinn árlegi Trilludagur. Auk þess verður afhjúpaður minnisvarði um síldarstúlkur, málþing, síldarsöltun og bryggjuball. Á laugardagsmorgun, 29. júlí, er málþing þar sem fjallað verður um þátt síldarstúlkna í atvinnusögu þjóðarinnar. Málþingið fer fram í Bátahúsi Síldarminjasafnsins og hefst kl. 10. Síðdegis eru svo ýmsir viðburðir undir merkjum Trilludaga. Gestum verður boðið á sjóstöng og í útsýnissiglingu út á fjörðinn fagra.

Minnisvarði um Síldarstúlkuna verður svo afhjúpaður kl. 15. Verkið verður formlega afhent Fjallabyggð til eignar en almenn umsjón með verkinu verður í höndum Síldarminjasafns Íslands. Kristján L. Möller fyrrverandi ráðherra stýrir athöfninni, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur ávarp og afhjúpar verkið og ýmsir aðrir taka svo til máls. Höfundur listaverksins Síldarstúlkan er Arthur Ragnarsson myndlistarmaður. Listaverkinu var valinn staður á bryggjuplani sem er í sjó við safnið.