Tungubrjótur Dönsk tunga einkennist af óvenjumiklum fjölda sérhljóða.
Tungubrjótur Dönsk tunga einkennist af óvenjumiklum fjölda sérhljóða. — AFP/Marco Bertorello
Það tekur dönsk börn lengri tíma að læra móðurmál sitt en norsk börn og nú hefur ný dönsk rannsókn leitt í ljós að foreldrar danskra barna eru ekki að hjálpa til. Í frétt Politiken um málið kemur fram að sökum þess að danskan hljómar eins og…

Það tekur dönsk börn lengri tíma að læra móðurmál sitt en norsk börn og nú hefur ný dönsk rannsókn leitt í ljós að foreldrar danskra barna eru ekki að hjálpa til. Í frétt Politiken um málið kemur fram að sökum þess að danskan hljómar eins og samfelld runa af sérhljóðum sé erfitt að greina orð í sundur.

„Við vitum að bæði börn og fullorðnir eiga erfitt með að læra dönsku. Maður hefði því haldið að danskir foreldrar myndu aðstoða börn sín með því að bera sérhljóðana skýrar fram,“ segir Christopher Cox, doktorsnemi við Háskólann í Árósum, sem stýrir rannsókninni. „Í öðrum tungumálum ber fólk sérhljóðana skýrar fram þegar það talar við börn. Rannsókn okkar leiðir í ljós að þessu er þveröfugt farið með danska foreldra, því þeir bera sérhljóðana ennþá óskýrar fram þegar þeir tala við börn. Þetta kemur okkur verulega á óvart.“

Talið er að hinn mikli fjöldi sérhljóða geri það að verkum að við 15 mánaða aldur er orðaforði danskra barna 30% minni en norskra jafnaldra þeirra, þó tungumálin séu keimlík. Í danskri tungu eru á bilinu 30-40 sérhljóðar meðan fjöldinn er aðeins 20 í norsku, 15-13 í ensku og einungis sjö í ítölsku.