Bros Hafdís Arna Hafþórsdóttir, til vinstri, og Ástrós Arna Róbertsdóttir.
Bros Hafdís Arna Hafþórsdóttir, til vinstri, og Ástrós Arna Róbertsdóttir. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Lífsbarátta fólks tekur á sig ýmsar myndir og víst þarf stundum að hafa svolítið fyrir hlutunum. Slíkt gefur málum þó oftast aukið gildi. Tvær ungar stúlkur urðu á vegi blaðamanns í Flatey á Breiðafirði um síðustu helgi, þar sem þær sátu við…

Lífsbarátta fólks tekur á sig ýmsar myndir og víst þarf stundum að hafa svolítið fyrir hlutunum. Slíkt gefur málum þó oftast aukið gildi. Tvær ungar stúlkur urðu á vegi blaðamanns í Flatey á Breiðafirði um síðustu helgi, þar sem þær sátu við fjölfarna leið ferðafólks og seldu því fallegar skeljar úr fjörunni. Þetta voru þær Hafdís Arna Hafþórsdóttir og Ástrós Arna Róbertsdóttir, sem þarna voru með sínu fólki í orlofsdvöl í eynni. Salan var góð, enda margir um þessar mundir á ferð í Flatey, sem er einstakur staður.