Ólafur Stefánsson segir „skrattinn hrósi gosinu í minn stað“. Gosið er ljóta greyið, það geisar sem berlega sést. Það er móða, hún mengar heyið og meinlegt er hérna flest. Hallmundur Guðmundsson yrkir um „Þolinmæði“: Loks þegar ranglætið rénaði, Róbert á búskapnum þénaði

Ólafur Stefánsson segir „skrattinn hrósi gosinu í minn stað“.

Gosið er ljóta greyið,

það geisar sem berlega sést.

Það er móða, hún mengar heyið

og meinlegt er hérna flest.

Hallmundur Guðmundsson yrkir um „Þolinmæði“:

Loks þegar ranglætið rénaði,

Róbert á búskapnum þénaði.

Nú draumfarir hefur

og dável hann sefur

- með dúnsæng úr fiðurfénaði.

Hallmundur Kristinsson segir „Dæmigert – vöxtur ferðaþjónustu“:

Kæti er í kúnum að vori.

Klaufir þær naumast spara.

Í upphafi sprett er úr spori,

spurt svo hvert á að fara.

Hörður Björgvinsson yrkir:

Ég nálgast nú áttræðisaldur,

já, árin þau líða sem galdur.

En samt er ég dús

við sjötíu plús;

minn þokki er þúsundfaldur.

Jón Atli Játvarðarson um klassískt yrkisefni: „Ókei, þetta er bara NA-kaldi.

Dugar vonandi í verkið.“

Móðan þykka myrkvar sál,

mörgum vill hún bana.

Nú er komið norðan-bál,

sem nær að rota hana.

Þormóður í Gvendareyjum Eiríksson kvað:

Hér er sigin hurð að gátt,

hittir loku kengur,

kjaftshögg hefur enginn átt

ári hjá mér lengur.

Hallmundur Kristinsson um gosfrétt:

Gangan flestum gekk í hag.

Gegnum tárin brosið.

Enginn var með dólg í dag.

Drottinn blessi gosið!

Á aðalfundi Prestafélags Hólastiftis sendi sr. Svavar A. Jónsson frá sér eftirfarandi vísu og meðfylgjandi skýringar: Daginn sem prestafélagsfundurinn var í fyrra velti ég bílnum mínum og eyðilagði og komst því ekki á fundinn af þeim sökum. Ég keypti mér nýjan farkost. Hann stendur hér niðri á verkstæði, farin í honum „heddpakkning“.

Einn er horfinn, annar sár.

Eg er nauðir líðandi.

Næsti fundur eftir ár.

Eg fer þangað ríðandi. kallaði „Nýtni“:
Gamalt lúið umslag á
eina vísu krota má,
efnisrýra um atvik smá
annar pappír sparest þá.
Hér yrkir Páll um „Hamingju í húsi“:
Þó að stormur úti næði um nótt
og nötri undan veðri skjár og þil,
er kofinn hlýr og inni ósköp rótt
og undarlega gott að vera til.
„Vorhor“ eftir Braga Valdimar Skúlason:
Vei mér veikum!
Vei þér kvef!
Ég hatast við hausverk
og hálffyllt nef.
Hjálmar Þorsteinsson spurði: „Eg eða hún?“
Óðum hverfur bjarmi af brún,
byrgður er vona eldur;
ætli það sé eg eða hún
sem óláninu veldur?
Sr. Sigurður Norland lýsir einu af djásnum Skagafjarðar þannig:
Gamli Þórðarhöfði hár
hundruð fjalla virði.
Ríktu heill í ótal ár
yfir Skagafirði.
Halldór Blöndal