Steinar Kaldal
Steinar Kaldal
Gengið hefur verið frá samningum í Laugardalnum og verður Steinar Kaldal nýr þjálfari meistaraflokks karla í körfuknattleik hjá Ármanni

Gengið hefur verið frá samningum í Laugardalnum og verður Steinar Kaldal nýr þjálfari meistaraflokks karla í körfuknattleik hjá Ármanni.

Steinar lék í mörg ár í efstu deild í körfubolta með KR þar sem hann varð tvívegis Íslandsmeistari með liðinu, árin 2000 og 2007. Hann lék einnig með Ármanni í 1. deildinni árin 2008 og 2009.

Steinar hefur stýrt yngri flokkum Ármanns síðustu ár, með afar góðum árangri, en tekur nú við meistaraflokknum. Þeir Oddur Birnir Pétursson og Ólafur Þór Jónsson verða honum til aðstoðar. Ólafur stýrði meistaraflokknum síðustu tvö ár og kom liðinu upp í 1. deild úr 2. deildinni.

Oddur lék með liðinu síðustu tvö ár en lagði skóna á hilluna síðasta sumar. Ármann leikur í 1. deild í körfubolta á næsta tímabili, eins og undanfarna tvo vetur.

Ármann endaði í sjöunda sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð, er liðið vann ellefu leiki og tapaði sextán.