— Morgunblaðið/Styrmir Kári
Þór Bæring var innblásinn af twitter-færslu í morgunþættinum Ísland vaknar á föstudaginn og velti því fyrir sér ásamt Bolla Má Bjarnasyni hvaða íslenska lag hefði notið mestrar athygli á alþjóðlegum vettvangi

Þór Bæring var innblásinn af twitter-færslu í morgunþættinum Ísland vaknar á föstudaginn og velti því fyrir sér ásamt Bolla Má Bjarnasyni hvaða íslenska lag hefði notið mestrar athygli á alþjóðlegum vettvangi. Tóku þeir meðal annars fyrir lög Kaleo, Of Monsters and Men og Sykurmolanna. Voru þeir sammála um að fjöldi laga kæmi til greina sem frægasta lag Íslands. „Við erum náttúrlega rosaleg afreksþjóð í íþróttum og tónlistarlífi,“ sagði Bolli og tók Þór hjartanlega undir með honum. Nánar á K100.is.