Kristín Edwald
Kristín Edwald
Hagnaður lögmannsstofunnar Lex nam í fyrra 202 milljónum króna, samanborið við hagnað upp á 269 milljónir króna 2021. Þetta kemur fram í samstæðureikningi LEX ehf. fyrir árið 2022. Stjórn félagsins leggur til arðgreiðslu sem nemur 180 milljónum króna en hluthafar í félaginu eru 16 talsins

Hagnaður lögmannsstofunnar Lex nam í fyrra 202 milljónum króna, samanborið við hagnað upp á 269 milljónir króna 2021.

Þetta kemur fram í samstæðureikningi LEX ehf. fyrir árið 2022. Stjórn félagsins leggur til arðgreiðslu sem nemur 180 milljónum króna en hluthafar í félaginu eru 16 talsins.

Tekjur lögmannsstofunnar hafa aukist lítillega á milli ára síðustu sex ár. Rekstrartekjur samstæðunnar námu 1,4 milljörðum króna í fyrra en 1,3 milljörðum króna árið á undan. Rekstrargjöld námu 1,1 milljarði króna á síðasta ári og hækkuðu um 140 milljónir milli ára. Rekstrarhagnaður ársins 2022 nam 238 milljónum króna og dróst saman um 104 milljónir króna.

Eignir félagsins námu í lok árs 565 milljónum króna og lækkuðu úr 720 milljónum milli ára. Þá var eigið fé félagsins 250 milljónir og lækkaði úr 292 milljónum frá árinu áður. Eiginfjárhlutfall félagsins var 43,69% í árslok, samanborið við 40,6% í árslok 2021. Stærsti útgjaldaliður félagsins var laun og launatengd gjöld en þau námu 823 milljónum og hækkuðu töluvert milli ára en þau námu 704 milljónum árið á undan. Hjá félaginu störfuðu 48 starfsmenn að meðaltali á síðasta ári og fjölgaði þeim um þrjá milli ára. karifreyr@mbl.is