— Morgunblaðið/Arnþór
Tvör gríðarstór skemmtiferðaskip lágu við Skarfabakka í Sundahöfn í gær. Aldrei áður hafa svo stór skip legið við Skarfabakka, að sögn Gísla Jóhanns Hallssonar, yfirhafnsögumanns Faxaflóahafna. Skipin eru 640 metrar að lengd samtals og Skarfabakkinn er 650 metra langur

Tvör gríðarstór skemmtiferðaskip lágu við Skarfabakka í Sundahöfn í gær. Aldrei áður hafa svo stór skip legið við Skarfabakka, að sögn Gísla Jóhanns Hallssonar, yfirhafnsögumanns Faxaflóahafna. Skipin eru 640 metrar að lengd samtals og Skarfabakkinn er 650 metra langur. Það mátti því ekki miklu muna að skipin tvö gætu verið þar samtímis.

Skipin heita Norwegian Prima og Disney Dream. Hið fyrrnefnda er 143.535 brúttótonn að stærð og hið síðarnefnda 129.690 brúttótonn. Samtals eru þetta 273.225 brúttótonn. Til samanburðar má geta þess að ný gámaskip Eimskips, sem smíðuð voru í Kína, eru 26.169 tonn hvort um sig.

Farþegafjöldi Norwegian er 3.348 og í áhöfn eru 1.500 manns. Farþegafjöldi Disney Dream er 3.532 og í áhöfn eru 1.458 manns. Samtals eru því tæplega 10 þúsund manns um borð í skipunum. Óhætt er að fullyrða að aldrei fyrr hefur annar eins mannfjöldi verið við Skarfabakka í einu. sisi@mbl.is