Skátar Hér sést hluti íslenska hópsins sem heldur til Suður-Kóreu í vikunni til þess að taka þátt í Alheimsmóti skáta sem fram fer í ágúst.
Skátar Hér sést hluti íslenska hópsins sem heldur til Suður-Kóreu í vikunni til þess að taka þátt í Alheimsmóti skáta sem fram fer í ágúst. — Ljósmynd/Skátarnir
Rúmlega hundrað íslenskir skátar á aldrinum 14-18 ára eru nú flognir á vit ævintýranna í Suður-Kóreu þar sem Alheimsmót skáta fer fram. Alheimsmótið, sem fer fram dagana 1.-12. ágúst, er haldið á fjögurra ára fresti og hefur sveit íslenskra skáta sótt mótið svo áratugum skiptir

Rúmlega hundrað íslenskir skátar á aldrinum 14-18 ára eru nú flognir á vit ævintýranna í Suður-Kóreu þar sem Alheimsmót skáta fer fram. Alheimsmótið, sem fer fram dagana 1.-12. ágúst, er haldið á fjögurra ára fresti og hefur sveit íslenskra skáta sótt mótið svo áratugum skiptir.

„Þetta er mót þar sem um 55.000 skátar koma saman. Fólk kemur alls staðar að úr heiminum og oftar en ekki er talið að á þessu móti séu fleiri þjóðir en á Ólympíuleikunum,“ segir Guðjón R. Sveinsson, einn fararstjóra ferðarinnar.

Að sögn Guðjóns verður drekkhlaðin dagskrá í boði fyrir íslensku skátana þegar á mótið er komið. „Mótssvæðið sjálft er 1.600 fótboltavellir að stærð og er það sérstaklega búið til fyrir þetta mót. Þarna verður hægt að fara í loftbelgi, zipline, háloftabrautir, á klifursvæði, bogfimi, taekwondo og að æfa K-pop,“ segir Guðjón sem segir ungu íslensku skátana gífurlega spennta fyrir næstu vikum.