Gítar Morjane Ténéré.
Gítar Morjane Ténéré.
Franska tónlistarkonan Morjane Ténéré hefur tónleikaferðalag sitt um landið með tónleikum í Stokkseyrarkirkju í dag kl. 17. Í framhaldinu liggur leiðin á Kirkjubæjarklaustur, Höfn, Egilsstaði og Húsavík en lokatónleikarnir verða á Gauknum í Reykjavík 20

Franska tónlistarkonan Morjane Ténéré hefur tónleikaferðalag sitt um landið með tónleikum í Stokkseyrarkirkju í dag kl. 17. Í framhaldinu liggur leiðin á Kirkjubæjarklaustur, Höfn, Egilsstaði og Húsavík en lokatónleikarnir verða á Gauknum í Reykjavík 20. ágúst kl. 21. Allar nánari tímasetningar eru á vefnum morjanetenere.com. Ténéré „er innblásin af þjóðlagatónlist, blús, tónlist innfæddra í Ameríku og norðurafrískri hefðbundinni tónlist. Hún hefur haldið meira en 200 tónleika í París og í Evrópu,“ segir í kynningu. Með henni leikur Christian Helgi á slagverk, gítar og flautu.