Norður ♠ K53 ♥ G42 ♦ K6 ♣ ÁG1043 Vestur ♠ D74 ♥ D65 ♦ D1052 ♣ D72 Austur ♠ 10982 ♥ 987 ♦ 9743 ♣ 86 Suður ♠ ÁG6 ♥ ÁK103 ♦ ÁG8 ♣ K95 Suður spilar 6G

Norður

♠ K53

♥ G42

♦ K6

♣ ÁG1043

Vestur

♠ D74

♥ D65

♦ D1052

♣ D72

Austur

♠ 10982

♥ 987

♦ 9743

♣ 86

Suður

♠ ÁG6

♥ ÁK103

♦ ÁG8

♣ K95

Suður spilar 6G.

„Ég vissi um leið og ég tók upp spilin mín að ég væri í vandræðum.“ Kalli kaldhæðni sat í vestur með allar dömurnar og átti út gegn 6G. Suður opnaði á 2G og norður stökk beint í slemmu. Öll útspil kosta slag, en Kalli valdi tígulinn út á lengdina.

Kalli þessi kaldhæðni – eða Cy the Cynic á ensku – er fastagestur í hverfisklúbbi Franks Stewarts. Klúbburinn er raunar hvergi til nema á pappír, en Kalli kemur ljóslifandi fram í texta Stewarts sem beiskur miðaldra maður, sem alltaf þarf að láta í minni pokann, ekki síst þegar konur eiga í hlut.

Suður fékk fyrsta slaginn á tígulgosa heima og velti fyrir sér útspilinu. Af hverju spilaði Kalli út tígli frá drottningunni? Kannski var hann í fjórföldum kvennavandræðum! Suður gerði ráð fyrir því – fór rétt í laufið, tók ♥ÁK og þvingaði þrettánda slaginn af Kalla með Vínarbragði í lokin.