Reglugerð Sölubann er á ferskri grágæs.
Reglugerð Sölubann er á ferskri grágæs.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur sett reglugerð þar sem lagt er bann við sölu á grágæs. Tekið er fram að áfram verði heimilt að selja uppstoppaðar gæsir. Með reglugerðinni er óheimilt að bjóða til sölu eða selja grágæs og afurðir hennar

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur sett reglugerð þar sem lagt er bann við sölu á grágæs. Tekið er fram að áfram verði heimilt að selja uppstoppaðar gæsir.

Með reglugerðinni er óheimilt að bjóða til sölu eða selja grágæs og afurðir hennar. Einnig er óheimilt að flytja hana út, nema hún sé stoppuð upp. Ástæðan er sögð vera hnignun grágæsarstofnsins og því hefur verið lagt á sölubann til að auka líkur á að stofninn nái sér á strik.

Lagt verður mat á stöðuna að ári liðnu og verði áframhaldandi hnignun á stofninum verður lengd veiðitímabils grágæsar tekið til skoðunar. Verði hins vegar fjölgun í stofninum verður metið hvort þörf verði á áframhaldandi sölubanni. Náið eftirlit verður með því að sölubann verði virt, m.a. með sýnatökum og DNA-greiningu.