Meidd Stórskyttan Mariam Eradze er mögulega með slitið krossband.
Meidd Stórskyttan Mariam Eradze er mögulega með slitið krossband. — Ljósmynd/Kristinn Steinn
Mariam Eradze, leikmaður Íslandsmeistara Vals í handknattleik, meiddist illa á hné í leik gegn Stjörnunni á Ragnarsmótinu á Selfossi í vikunni. Vefmiðillinn handbolti.is greinir frá því að óttast sé að hún sé með slitið krossband en hún er lykilmaður á Hlíðarenda

Mariam Eradze, leikmaður Íslandsmeistara Vals í handknattleik, meiddist illa á hné í leik gegn Stjörnunni á Ragnarsmótinu á Selfossi í vikunni. Vefmiðillinn handbolti.is greinir frá því að óttast sé að hún sé með slitið krossband en hún er lykilmaður á Hlíðarenda. Mariam er á leið í myndatöku á næstu dögum þar sem alvarleiki meiðslanna kemur betur í ljós en Valskonur halda til Spánar í næstu viku í æfinga- og keppnisferð.