Páll Gunnar Pálsson
Páll Gunnar Pálsson
Týr í Viðskiptablaðinu gerir kröpp kjör katta á Hellu að umræðuefni, því þar hefur verðbólga náð óstjórnlegum hæðum í einu kjörbúð bæjarins, sem rekin er af Samkaupum líkt og Nettó-keðjan. Vitnað er til umfjöllunar Vísis um að íbúar Hellu­ sæki bæði sykur og brauð til Hvolsvallar og Selfoss, þar sem fá má nauðsynjar á skaplegri kjörum, og nefnt dæmi um kattanammi sem sé tæplega 700 krónum dýrara á Hellu en á höfuðborgarsvæðinu.

Týr í Viðskiptablaðinu gerir kröpp kjör katta á Hellu að umræðuefni, því þar hefur verðbólga náð óstjórnlegum hæðum í einu kjörbúð bæjarins, sem rekin er af Samkaupum líkt og Nettó-keðjan. Vitnað er til umfjöllunar Vísis um að íbúar Hellu­ sæki bæði sykur og brauð til Hvolsvallar og Selfoss, þar sem fá má nauðsynjar á skaplegri kjörum, og nefnt dæmi um kattanammi sem sé tæplega 700 krónum dýrara á Hellu en á höfuðborgarsvæðinu.

Týr ræðir því ferfætlingana: „Þéttir kettir á Hellu geta svo sannarlega hugsað Páli Gunnari Pálssyni, majónes­-áhugamanni og forstjóra Samkeppnis­eftirlitsins, þegjandi þörfina,“ og rekur að SKE hafi á sínum tíma gert að skilyrði fyrir samruna N1 og Festar að þau seldu búð Kjarvals á Hellu og Krónuna í Nóatúni til Samkaupa. Festi átti hins vegar krók á móti bragði og opnaði aðra Krónuverslun í Borgartúni, í sama húsi og SKE!

Samkaup hækkuðu verðið upp úr öllu valdi, allt í boði Samkeppnisefirlitsins „til að tryggja heilbrigða samkeppni á Hellu og Suðurlandsundirlendinu öllu […] Hellubúar [þurfa] nú að gera sér ferð til nágrannasveitarfélagsins til að kaupa kattanammi, kaffi, mjólk og aðrar lífsins nauðsynjar í Krónunni á Hvolsvelli. Allt er þetta bein afleiðing af óskiljanlegum inngrip­um Samkeppniseftirlitsins vegna samruna Festar og N1 á sínum tíma.“

En feitu kettirnir, þeir eru annars staðar en á Hellu.