Ópera Sópransöngkonan Renata Scotto í Reykjavík árið 1987.
Ópera Sópransöngkonan Renata Scotto í Reykjavík árið 1987. — Morgunblaðið/Einar Falur
Ítalska sópransöngkonan Renata Scotto, lést á miðvikudag í heimabæ sínum Savona á Ítalíu, 89 ára að aldri. Í frétt The Guardian segir að söngkonan, sem fædd var 1934, hafi fyrst komið fram í heimabænum árið 1952 í hlutverki Violettu í La Traviata en …

Ítalska sópransöngkonan Renata Scotto, lést á miðvikudag í heimabæ sínum Savona á Ítalíu, 89 ára að aldri. Í frétt The Guardian segir að söngkonan, sem fædd var 1934, hafi fyrst komið fram í heimabænum árið 1952 í hlutverki Violettu í La Traviata en árið 1957 söng hún í fyrsta sinn í Scala-óperunni í Mílanó.

Þar segir einnig að Scotto hafi komið fram 314 sinnum í Metropolitan-óperunni í New York, frá því hún steig þar á svið fyrst árið 1965 í Madame Butterfly árið 1965. Síðasta sýning hennar í óperuhúsinu var einnig Madame Butterfly árið 1987. Þar var hún aftur í hlutverki Cio-Cio-San en leikstýrði einnig uppfærslunni. Þá tók við vel heppnaður leikstjórnarferill.