Hvítur á leik.
Hvítur á leik.
1. d4 d6 2. Rf3 Rf6 3. Rc3 g6 4. e4 Bg7 5. Be3 0-0 6. Dd2 c6 7. Bh6 Rbd7 8. h4 e5 9. 0-0-0 Da5 10. Bxg7 Kxg7 11. dxe5 dxe5 12. h5 Rxh5 Staðan kom upp á evrópska meistaramótinu í opnum flokki öldunga (50 ára og eldri) sem lauk í byrjun júní í sumar en mótið fór fram í ítölsku borginni Acqui Terme

1. d4 d6 2. Rf3 Rf6 3. Rc3 g6 4. e4 Bg7 5. Be3 0-0 6. Dd2 c6 7. Bh6 Rbd7 8. h4 e5 9. 0-0-0 Da5 10. Bxg7 Kxg7 11. dxe5 dxe5 12. h5 Rxh5

Staðan kom upp á evrópska meistaramótinu í opnum flokki öldunga (50 ára og eldri) sem lauk í byrjun júní í sumar en mótið fór fram í ítölsku borginni Acqui Terme. Franski stórmeistarinn Eric Prie (2.352) hafði hvítt gegn heimamanninum Mariano Cardili (2.038). 13. Hxh5! gxh5 14. Dg5+ Kh8 15. Hxd7! Bxd7 16. Df6+ Kg8 17. Rg5! Dd8 18. Dh6 og svartur gafst upp. Borgarskákmótið fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur mánudaginn 21. ágúst og hefst það kl. 15:30. Tefldar verða sjö umferðir með umhugsunartímanum 4+2. Alþjóðlegu móti í Ustronia í Póllandi lýkur á morgun en á meðal keppenda eru stórmeistarinn Margeir Pétursson (2.423) og Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2.412), sjá nánar á skak.is.