Þjálfari Erlingur Birgir Richardsson stýrði ÍBV til sigurs í vor.
Þjálfari Erlingur Birgir Richardsson stýrði ÍBV til sigurs í vor. — Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Erlingur Birgir Richardsson gæti tekið við karlalandsliði Sádi-Arabíu í handknattleik á næstu dögum. Vefmiðillinn handbolti.is greinir frá því að Erlingur sé nú staddur í Sádi-Arabíu þar sem hann sé í viðræðum við forráðamenn handknattleikssambands landsins

Erlingur Birgir Richardsson gæti tekið við karlalandsliði Sádi-Arabíu í handknattleik á næstu dögum. Vefmiðillinn handbolti.is greinir frá því að Erlingur sé nú staddur í Sádi-Arabíu þar sem hann sé í viðræðum við forráðamenn handknattleikssambands landsins. Erlingur Birgir stýrði landsliði Hollands um nokkurra ára skeið en hann lét af störfum sem þjálfari karlaliðs ÍBV í vor eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum.