Charlotte von Essen
Charlotte von Essen
Charlotte von Essen, yfirmaður sænsku öryggisþjónustunnar, Säpo, lýsti yfir hærra hryðjuverkahættustigi á blaðamannafundi í gær. Hættan mælist nú á fjórða af fimm stigum. Von Essen segir öryggisþjónustuna hafa komist á snoðir um að Svíþjóð sé…

Charlotte von Essen, yfirmaður sænsku öryggisþjónustunnar, Säpo, lýsti yfir hærra hryðjuverkahættustigi á blaðamannafundi í gær. Hættan mælist nú á fjórða af fimm stigum.

Von Essen segir öryggisþjónustuna hafa komist á snoðir um að Svíþjóð sé skotmark öfgasinnaðra íslamistahópa, en að ekki sé um að ræða eitt einstakt atvik sem varð til þess að stofnunin tók ákvörðun um að hækka hættustigið.

Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda sendu nýverið hótun til Danmerkur og Svíþjóðar en Kóraninn, trúarrit múslima, hefur verið brenndur þar ítrekað að undanförnu í mótmælaskyni.