Norður ♠ K ♥ ÁK2 ♦ KD72 ♣ D6543 Vestur ♠ 843 ♥ 109865 ♦ G105 ♣ G2 Austur ♠ G109752 ♥ G3 ♦ 96 ♣ K107 Suður ♠ ÁD6 ♥ D74 ♦ Á843 ♣ Á98 Suður spilar 6G

Norður

♠ K

♥ ÁK2

♦ KD72

♣ D6543

Vestur

♠ 843

♥ 109865

♦ G105

♣ G2

Austur

♠ G109752

♥ G3

♦ 96

♣ K107

Suður

♠ ÁD6

♥ D74

♦ Á843

♣ Á98

Suður spilar 6G.

Slemma var spiluð á næstum öllum borðum í þessu spili HM ungmenna, yfirleitt 6♦, en stundum 6G eða 6♣. Laufliturinn er í aðalhlutverki, hver sem slemman er. Sagnhafi á 11 slagi beint (úr því tígullinn fellur) og þarf að skapa sér einn á aukalega á lauf – án þess, auðvitað, að gefa tvo. Hvernig fer hann að því? Útspilið er hjartatía.

Eðlilegasta íferðin í laufið er að taka á ásinn og spila svo litlu á drottninguna. Allir sagnhafar í 6G spiluðu þannig og fóru niður með heiðri og sóma. En slemman stendur með gleypisvíningu (intra-finesse). Þá er byrjað á því að hleypa laufáttu yfir á tíu austurs og síðan er gosi vesturs gleyptur með drottningunni þegar svínað er fyrir kónginn síðar. Kannski er þetta aðeins á móti líkum, en „tilfinningaríkir“ spilarar gætu kosið þessa leið ef vestur fipast ekkert yfir laufáttunni.